Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikil endurnýjun í skólastjórastöðum á Suðurnesjum
Þriðjudagur 6. mars 2012 kl. 10:19

Mikil endurnýjun í skólastjórastöðum á Suðurnesjum

Mikil endurnýjun er að verða í röðum skólastjórnenda á Suðurnesjum. Tvær skólastjórastöður eru lausar í Reykjanesbæ, ein í Garði og þá hefur nýlega verið ráðið í stöðu skólastjóra í Grindavík. Þá er staða skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja laus til umsóknar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stöður skólastjóra Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla í Reykjanesbæ hafa verið auglýstar lausar til umsóknar. Jafnframt er laus staða aðstoðarskólastjóra Akurskóla í Reykjanesbæ.

Í Garðinum verður staða skólastjóra Gerðaskóla auglýst til umsóknar en þar hefur Þorkell Ingimarsson verið ráðinn tímabundið sem skólastjóri

Grunnskóli Grindavíkur hefur nýráðið til sín skólastjóra. Halldóra K. Magnúsdóttir fékk þá stöðu en hún var áður aðstoðarskólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ.