Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil aukning í þorskafla í Grindavík
Fimmtudagur 13. október 2011 kl. 10:54

Mikil aukning í þorskafla í Grindavík

Alls var 2.795 tonnum landað í Grindavíkurhöfn í september samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er um 170 tonna aukning frá sama mánuði á síðasta ári. Sérstaka athygli vekur mikil aukning á þorskafla á milli ára. Í síðasta mánuði komu 1.045 tonn af þorski á land í Grindavíkurhöfn borið saman við 625 tonn í sama mánuði í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hins vegar varð mikill samdráttur í ufsa og löngu en 48 tonn af humri bárust í land núna en ekkert í sama mánuði í fyrra, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.