Mikil atvinna í boði á Suðurnesjum
	 Fjölmörg störf eru auglýst í Víkurfréttum sem koma út í dag. Flest störfin eru sumarstörf í tengslum við flugið. Einnig eru önnur störf víða á Suðurnesjum auglýst í dag.
Fjölmörg störf eru auglýst í Víkurfréttum sem koma út í dag. Flest störfin eru sumarstörf í tengslum við flugið. Einnig eru önnur störf víða á Suðurnesjum auglýst í dag.
	
	Icelandair auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhafnavakt. Isavia auglýsir eftir fólki í farþegaþjónustu ýmiskonar og í flugvernd. Fríhöfnin auglýsir jafnframt störf í verslun, á skrifstofu og í vöruhúsi. Þá auglýsir Airport Associates eftir fólki í ýmis flugtengd störf.
	
	Í blaðinu í dag er Íslandspóstur að auglýsa eftir gjaldkera. Lagnaþjónusta Suðurnesja óskar eftir pípulagninameistara eða manni vönum pípulögnum sem fyrst. Skólamatur óskar eftir starfsmanni í mötuneyti Sandgerðisskóla og Bláa lónið óskar eftir sumarfólki í vinnu. Þá auglýsir hótel við Kefalvíkurflugvöll eftir fólki í sumarvinnu og starfsmann vantar í fiskeldi á Reykjanesi.
	
	Allar þessar auglýsingar má nálgast í Víkurfréttum sem koma út í dag.
	
	
	
	
	
	
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				