Mikil ásókn í félagslegar leiguíbúðir aldraðra
				
				Yfir 30 umsóknir bárust um leigu á 25 félagslegum leiguíbúðum fyrir aldraða sem verið er að byggja að Kirkjuvegi 5 í Keflavík. Ljóst er að allar íbúðirnar komast strax í leigu þegar valið hefur verið úr umsækjendum.Húsið er ennþá í byggingu en get er ráð fyrir að það verði afhent 15. maí næstkomandi. Húsnæðsnefnd Reykjnesbæjar auglýsti íbúðirnar til leigu og gegnið verður frá úthlutuninni á næstu vikum.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				