Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 14. maí 2001 kl. 15:18

Mikil ásókn í fasteignir á Suðurnesjum

Sala á fasteignum í Reykjanesbæ hefur gengið vel undanfarna mánuði. Einnig hefur sala í Sandgerði, Garði og Vogum verið góð. Eignir í öllum stærðum og verðflokkum rjúka út.
Framboð á íbúðum er ekki nægilega mikið til þess að anna eftirspurn. „Tveggja til þriggja herbergja íbúðir seljast best og eru í rauninni farnar um leið og þær koma á skrá“, segir Guðlaugur H. Guðlaugsson, sölustjóri fasteignasölunnar Stuðlabergs og bætir við að hreyfing sé einnig mikil á einbýlishúsum. Flestir sem kaupa íbúðir á svæðinu eru Suðurnesjamenn en einnig hefur fólk utan af landi sóst eftir íbúðum hér. Guðlaugur á von á því að markaðurinn taki kipp þegar hús sem nú eru í byggingu koma í sölu enda skortur á húsnæði. Svo virðist sem fók sækist meira eftir íbúðum miðsvæðis en þó er sala góð í Heiðarhverfi og Innri Njarðvík er framtíðarsvæði að sögn Guðlaugs en sala á húsum þar hefur verið mjög góð.
Hjá fasteignasölunni Ásbergi hefur einnig verið mjög góð sala og að sögn Jóns Gunnarssonar vantar allar gerðir eigna á skrá, allt frá tveggja herberjga til einbýlisshús. Mikil aukning hefur orðið á sölu á stærri eignum hjá Ásbergi. Ástæðan fyrir því að svo margir leita eftir fasteignum á Suðurnesjum er líklega sú að Reykjavíkursvæðið er orðið frekar dýrt og fólk af landbyggðinni leitar þá í nágrannasveitarfélögin. Ásberg hefur haldið úti mikill sölu í Sandgerði og Garðinum en ungt fólk leitar gjarnan þangað enda eru eignir þar ódýrari en eignir í Keflavík og Njarðvík. Fólk sækist einnig eftir nýbyggingum og er skortur á lóðum á svæðinu. „Nikkelsvæðið er mjög skemmtilegt svæði því það sameinar Keflavík og Njarðvík. Það verður gaman að sjá hvernig því verður tekið“, segir Jón.
Guðlaugur og Jón eru sammála um að leigumarkaðurinn sé mjög erfiður í dag. Leiga er mjög há og erfitt að finna leiguhúsnæði. Í dag er það komið svo að það borgar sig frekar að kaupa íbúð heldur en leigja.
Fasteignasalan Hraunhamar í Hafnarfirði hefur séð um sölu á fasteignum í Vogum. Þorsteinn Helgi Þórðarson hjá Hraunhamri sagði framboð af eignum þar vera mjög gott. Á skrá hjá Hraunhamri væri 30 eignir í Vogum, nýbyggingar, góð einbýklishús og smærri eignir. Fólk sem kaupir í Vogum er að stærstum hluta fjölskyldufólk af Stór-Reykjavíkursvæðinu og Vogum. Verð á fasteignum þar er mun hagstæðara en á Reykjavíkur svæði að sögn Þorsteins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024