Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil andstaða við flugvöll Keilis á Vatnsleysuströnd
Fimmtudagur 18. maí 2017 kl. 14:12

Mikil andstaða við flugvöll Keilis á Vatnsleysuströnd

Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur borist athugasemdir og áskorun frá eigendum níu jarða á Vatnsleysuströnd vegna fyrirspurnar Flugakademíu Keilis um byggingu flugvallar í landi Kálfatjarnar á Vatnsleysuströnd.

„Mikill vafi liggur á því að nefndin hafi yfir höfuð lagaheimild til að taka jákvætt í erindi af þessari stærðargráðu án samráðs við landeigendur á svæðinu. Helgunarsvæði flugvalla er stórt og mun staðsetning flugvallar á þessum stað rýra notkunargildi nærliggjandi jarða verulega og stefna núverandi uppbyggingu á svæðinu í hættu s.s. ferðaþjónustu, golfiðkun og annarri útivistartengdri afþreyingu, t.d gönguferðum að Staðarborg, þekktustu fornminjum sveitarfélagsins,“ segir í bréfi landeigendanna til umhverfis- og skipulagsnefndar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Mikil andstaða er við þessar hugmyndir og verður þeim mótmælt kröftuglega, gerist þess þörf. Bæjarfulltrúar sveitarfélagsins hafa gjarnan rætt um Ströndina sem útivistarparadís og sveitasælu. Sveitarfélagið hefur m.a. markaðssett sig undir þessum formerkjum. Standi vilji þeirra til að eyðileggja það, með byggingu flugvallar og með tilheyrandi hringsólandi flugvélum í æfingaflugi sumarlangt, vinna þeir ekki að hagsmunum íbúanna. Hér með er skorað á nefndina að hafna erindi Keilis Flugakademíu afdráttarlaust,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Birgi Þórarinssyni, Minna-Knarrarnesi, Eydísi Fransdóttur, Landakoti, Brynjari Erni Gunnarssyni, Þórustöðum, Dagmar J. Eiríksdóttur, Narfakoti, Guðbjörgu Kristínu Jónsdóttur, Höfða, Geir Oddgeirssyni, Litlabæ, Birnu Jóhannesdóttur, Bakka, Jakobi Árnasyni, Auðnum og Guðrúnu Jónsdóttur, Bergskoti.