Mikil aflaaukning í júní
Heildarafli á Suðurnesjum jókst um 2,470 tonn á milli ára í júní eða úr 3,054 tonnum í 5,525 tonn.
Í Grindavík var heildaraflinn 2,226 tonn í júní 2008 samanborið við 4,426 tonn í júní síðastliðnum. Þorskaflinn þar fór úr 186 tonnum í 503 tonn á milli ára. Einnig varð aukning í ýsu sem fór úr 99 tonnum í 214 tonn og ufsaaflinn jókst úr 138 tonnum í 566 tonn.
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 55% meiri en í júní 2008. Aflinn í júní 2009 var 127.595 tonn samanborið við 61.028 tonn í sama mánuði árið áður.