Mikið tjón þegar vinnuskúr brann
Mikið tjón varð þegar vinnuskúr við nýbyggingu að Krikjuvegi 5 brann í fyrradag. Ýmis dýr tækjabúnaður varð eldinum að bráð. Meðal annars skemmdust rándýr Laser-geisla mælitæki.Þá brunnu allar teikningar verktaka af húsinu. Að sögn slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja er tjónið talið umtalsvert. Slökkvistarf gekk þó vel.