Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið tap hjá flugskóla
Föstudagur 22. september 2023 kl. 06:24

Mikið tap hjá flugskóla

Tap Iceland Aviation Academy ehf., sem rekur flugskólann Flugakademíu Íslands, nam 203 milljónum króna í fyrra, samanborið við um átta milljóna króna tap 2021. Þetta kemur fram í ársreikningi Iceland Aviation Academy fyrir 2022. Félagið er í eigu Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs ehf., og Eignarhaldsfélags Suðurnesja ehf. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Samanlagt tap félagsins síðastliðin fimm ár nemur yfir 520 milljónum króna. Eigið fé félagsins var í lok síðasta árs neikvætt um rúmar 393 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í skýrslu stjórnar segir að þrátt fyrir jákvæðar horfur í flugrekstri á Íslandi og um allan heim hafi áætlanir Flugakademíunnar ekki staðist vegna ónógra umsókna frá nemendum í samtvinnað atvinnuflugnám, ítrekaðra ófyrirséðra atvika í flugrekstri félagsins og glímu við afleiðingar rekstrarerfiðleika fyrri ára.