Mikið magn af landa, kannabis og sterar fundust við húsleit
Mikið magn af landa, sterar og kannabisplöntur fundust í húsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á sunnudag, þegar þar var gerð húsleit að fenginni heimild. Jafnframt voru á staðnum eimingartæki til áfengisframleiðslu.
Það sem blasti við þegar inn var komið voru fáeinar kannabisplöntur í pottum og aðrar sömu tegundar sem vafið hafði verið inn í handklæði. Kannabisfræ fundust einnig.
Þá fundust tugir ampúla með ætluðum sterum.
Rúmlega tuttugu hálfs lítra flöskur með landa voru einnig haldlagðar svo og ein glerkrús með krana. Loks fundust tvær stórar fötur, einnig með landa í.
Tveir karlmenn voru handteknir og hafa þeir verið yfirheyrðir.