Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið magn af fíkiniefnum haldlagt á Leifsstöð
Föstudagur 28. maí 2004 kl. 10:08

Mikið magn af fíkiniefnum haldlagt á Leifsstöð

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði á mánudaginn hald á 2 kíló af hörðum fíkniefnum sem 39 ára gamall íslenskur karlmaður hafði falið innan klæða. Um er að ræða 1 kíló af kókaíni og annað eins magn af amfetamíni og segir Morgunblaðið götuverðmæti efnanna vera allt að 45 milljónir.

Efnin fundust við reglubundið eftirlit, en aldrei áður hefur fundist jafn mikið af þessum efnum á einum farþega, en hann var úrskurðaður í 3 vikna gæsluvarðhald á þriðjudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024