Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Fréttir

Mikið líf í miðbænum
Föstudagur 11. júní 2004 kl. 16:02

Mikið líf í miðbænum

Nú er sannkölluð útimarkaðsstemmning í miðbæ Reykjanesbæjar, þar sem skátar standa fyrir markaðstorgi undir dynjandi salsasveiflu Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Það er hátíð í bæ, enda Reykjanesbær 10 ára og nú kl. 16 er að opna sögusýning Byggðasafnsins í DUUS-húsum, þar sem lífinu í bænum verður gerð góð skil. Víkurfréttir fylgjast vel með dagskránni og eru með ljósmyndara á ferð um bæinn. Við greinum frá öllum helstu viðburðum hér á vef Víkurfrétta. M.a. bendum við fólki á að fylgjast með dagskránni hér í viðburðadagatalinu hægra megin á síðunni.

Ljósm: Þorgils Jónsson