Mikið kvartað vegna ammoníaksfnyks í Njarðvík
Neyðarlínunni og Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja bárust í kvöld nokkru símtöl þar sem fólk kvartaði sáran yfir ammoníaksfnyk í Njarðvík. Ekki var í fyrstu vitað hvar lyktin átti upptök og voru slökkviliðsmenn sendir út til að leita uppi hugsanlegan ammoníaksleka. Leitin bar fljótlega árangur og lagði fnykinn frá haug af gjallsandi sem reglulega er losaður í sjó við landfyllingu í Njarðvík.
Fyrirtækið Alur, álvinnsla hf. í Helguvík losar úrgang frá endurvinnslu sinni á álgjalli, svokallaðan gjallsand í flæðigryfjur og er úrgangurinn nýttur sem uppfyllingarefni í sjó. Gjallsandurinn er að uppistöðu áloxið og álnítríð. Þegar sjór blandast þessum efnum losna úr þeim ammoníakssambönd sem gefa af sér mjög sterka lykt.
Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, sagði að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafi gefið grænt ljós á þessa losun gjallsands á þessum stað. Efnin munu ekki vera skaðleg lífríkinu í sjónum þarna. Hins vegar má efast um að innöndun þessara efna sé holl og snerting við efnin er örugglega ekki æskileg því að sögn sjónarvotta er staðurinn eins og kraumandi suðupottur þegar sjórinn leikur um gjallsandinn.
Fyrirtækið Alur, álvinnsla hf. í Helguvík losar úrgang frá endurvinnslu sinni á álgjalli, svokallaðan gjallsand í flæðigryfjur og er úrgangurinn nýttur sem uppfyllingarefni í sjó. Gjallsandurinn er að uppistöðu áloxið og álnítríð. Þegar sjór blandast þessum efnum losna úr þeim ammoníakssambönd sem gefa af sér mjög sterka lykt.
Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, sagði að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafi gefið grænt ljós á þessa losun gjallsands á þessum stað. Efnin munu ekki vera skaðleg lífríkinu í sjónum þarna. Hins vegar má efast um að innöndun þessara efna sé holl og snerting við efnin er örugglega ekki æskileg því að sögn sjónarvotta er staðurinn eins og kraumandi suðupottur þegar sjórinn leikur um gjallsandinn.