Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 18. desember 2001 kl. 00:06

Mikið kvartað undan flækingsköttum

Undanfarið hefur mikið af kvörtunum borist Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja vegna lausagangs katta á Suðurnesjum.  Í mörgum tilfellum er um að ræða ómerkta flækingsketti.Í 7. gr. samþykktar um kattarhald á Suðurnesjum segir,
“bæjarstjórn/hreppsnefnd skal gera ráðstafanir til útrýmingar á ómerktum flækingsköttum.  Slíkar aðgerðir skulu auglýstar á áberandi hátt með a.m.k. einnar viku fyrirvara”.
Ekkert samkomulag er á milli Heilbrigðiseftirlits og sveitarstjórna á Suðurnesjum um að fanga ketti.  Það er skoðun heilbrigðisnefndar að tímabært sé að gera breytingar á núgildandi samþykkt um kattahald á Suðurnesjum.  Í breyttri samþykkt yrði skylda að skrá alla heimilisketti, auk þess sem kattaeigendur þyrftu að örmerkja og spóluhreinsa ketti sína.  Þá þyrftu kattaeigendur að greiða skráningargjald.  Heilbrigðisnefnd skorar á sveitarstjórnir á Suðurnesjum að taka þessi mál til skoðunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024