Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið haldlagt á Suðurnesjum
Mánudagur 8. mars 2010 kl. 09:21

Mikið haldlagt á Suðurnesjum


Tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum hafa frá áramótum haldlagt tæp 4 kíló af fíkniefnum auk amfetamínvökva, sem talinn er duga til framleiðslu á tæpum 6 kílóum af amfetamíni til neyslu. Lagt hefur verið hald á 235 kannabisplöntur, rúmlega 2,5 kg af amfetamíni og 1,1 kg af kókaíni. Þetta kemur fram á vef Tollstjóraembættisins.

Fjölmörg mál upplýsast vegna ábendinga frá almenningi. Upplýsingasímann 800 5005 er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Þangað getur fólk hringt nafnlaust telji það sig búa yfir upplýsingum um fíkniefnamál.

Sjá www.tollur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024