Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið framfaraskref
Föstudagur 29. september 2023 kl. 13:55

Mikið framfaraskref

Jónína A. Sanders sem var formaður fyrsta bæjarráðs Reykjanesbæjar segir að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994 í Reykjanesbæ hafi verið mikið framfaraskref fyrir íbúa og stjórnsýslu sveitarfélaganna.

„Á þessum tíma voru sveitarfélögin í landinu að hefja undirbúning að því að taka yfir meðal annars rekstur grunnskólanna. Stærri sveitarfélög eru betur í stakk búin að taka að sér stærri og flóknari verkefni. Árið 2018 voru sveitarfélögin Sandgerði og Garður sameinuð í Suðurnesjabæ og veit ég ekki betur en að vel hafi gengið. Sameining allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í eitt stórt og öflugt sveitarfélag er því að mínu mati eðlilegt framhald af fyrri sameiningum. Gera þyrfti könnun á vilja íbúanna á sameiningu auk þess að gera þyrfti athugun á hagkvæmni sameiningarinnar,“ segir Jónína A. Sanders, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, fyrstu átta árin, 1994–2002.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024