Mikið fjármagn er ráðgert í innviðauppbyggingu
– Fyrri umræða í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2023 til 2026
Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2023 til og með 2026 eru að mestu leyti byggðar á þjóðhagsspá Hagstofu sem gefin var út í júní á þessu ári. Drög að fjárhagsáætlun voru lögð fyrir bæjarráðsfund þann 10. nóvember sem var vísað til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember. Gera þau drög ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í A hluta sem nemur 233 milljónum króna og í samstæðu A og B hluta 925 milljónum króna, samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ.
Helstu niðurstöður draga að fjárheimildum ársins 2023 eru:
Tekjur samstæðu (A+B hluti) verða 32,5 milljarða.kr. Tekjur bæjarsjóðs (A hluti) verða 21,1 milljarðar.kr. Gjöld samstæðu (A+B hluti) verða 25,7 milljarða.kr. Gjöld bæjarsjóðs (A hluti) verða 18,8 milljarða.kr. Framlegð samstæðu (A+B hluti) verður 6,8 milljarða.kr. Framlegð bæjarsjóðs (A hluti) verður 2,3 milljarða.kr. Afskriftir samstæðu (A+B hluti) verða 2,2 milljarða.kr. Afskriftir bæjarsjóðs (A hluti) verða 806 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2023 er jákvæð um 925 m.kr. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2023 er jákvæð um 233 m.kr. Eignir samstæðu í lok árs 2023 er 78,4 milljarða.kr. Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2023 er 41,5 milljarða.kr. Skuldir og skuldbindingar samstæðu í lok árs 2023 er 47,5 milljarða.kr. Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í lok árs 2023 28,5 milljarða.kr. Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2023 er 5,3 milljarðar.kr. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2023 er 2,1 milljarðar.kr. Áætlað skuldaviðmið samstæðu 113,9% Áætlað skuldaviðmið bæjarsjóðs 106,6% Framlegð bæjarsjóðs 10,9% Framlegð samstæðu 20,9%
Fjárfestingar á árinu 2023:
Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting eignasjóðs verði 500 milljónir kr. en þar er gert ráð fyrir 300 milljónir kr. sem fara í framkvæmdir við Holtaskóla, og 200 milljónir kr. fara í áframhaldandi uppbyggingu heilsustíga, rafhleðslustöðvar, vaktturn í Sundmiðstöð og fleiri verkefni. Gert ráð fyrir að á árinu 2023 að ljúka við íþrótta- og sundmiðstöð við Stapaskóla sem hófst á árinu 2021 fyrir 1.550 milljónir króna, endurbygging á Myllubakkaskóla mun kosta í kringum 3.500 milljónir króna og á árinu 2023 mun Reykjanesbær framkvæma fyrir um 1.000 milljónir króna, og ráðist verði í byggingu leikskóla í Dalshverfi III sem tilbúinn verður á árinu 2023 til að taka á móti a.m.k. 50 börnum á haustönn að fjárhæð 800 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting Fráveitu verði 150 milljónir króna, fjárfestingar Reykjaneshafnar vegna verkefna í Njarðvíkurhöfn 343 milljónir króna og framkvæmdir Tjarnargötu 12 ehf, ráðhús, verði um 160 milljónir króna.
Helstu áherslur 2023:
Mikið fjármagn er ráðgert í innviðauppbyggingu þar sem endurbygging á skóla, nýr leikskóli og íþrótta- og sundmiðstöð eru stór og fjárfrek fjárfestingaverkefni á árinu 2023. Ráðgert er að 3.350 m. króna fari í þessar fjárfestingar á árinu án þess að fjármagna þau með lántöku. Eins er gert ráð fyrir endurbyggingu á Holtaskóla fyrir 300 m.króna.
Í áætlun var gert ráð fyrir 7% hækkun á gjaldskrá að hámarki og álagningahlutföll fasteignaskatts var lækkaður á íbúðarhúsnæði úr 0,30% í 0,25% og á atvinnuhúsnæði úr 1,50% í 1,45% sem bæjarstjórn hefur staðfest að mun gilda á árinu 2023.