Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið endurnýjuð leikskólalóð hjá Velli
Hópur barna af leiksólanum ásamt starfsfólki leikskólans og góðum gestum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 14. september 2018 kl. 09:20

Mikið endurnýjuð leikskólalóð hjá Velli

Skólalóðin við leikskólann Völl á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og verið mikið endurbætt. Hluti lóðarinnar stendur þó enn óhreyfður og verður endurnýjaður næsta sumar.

Það var fyrirtækið Grjótgarðar sem var aðalverktaki við endurnýjun leikskólalóðarinnar en Landslag hannaði verkið. Umhverfissvið Reykjanesbæjar hafði svo eftirlit með framkvæmdinni sem kostaði um 22 milljónir króna. Síðari hluti verksins, sem verður framkvæmdur næsta sumar mun kosta annað eins.

Nýja skólalóðin var formlega tekin í notkun á dögunum og þá var m.a. bæjarstjóranum og fleiri gestum boðið í heimsókn. Börnin á Velli, sem er Hjallastefnuleikskóli, tóku á móti gestunum með söng á nýja leiksvæðinu sem er allt hið smekklegasta.
 
 
Gula gervigrasið setur skemmtilegan svip á svæðið.


Þessi eðla brosti til ljósmyndarans af skólalóðinni.


Krókódíll af stærstu gerð hefur hreiðrað um sig á skólalóðinni og er þátttakandi í leikjum barnanna. 

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024