Mikið byggt í Garðinum
Á árinu 2003 voru 14 nýjar íbúðir teknar í notkun í Garðinum. Í byggingu eru 15 íbúðir og fyrir liggja 12 umsóknir um lóð fyrir íbúðarhúsnæði. Þessar tölur sína að mikill uppgangur er nú í fjölgun á íbúðarhúsnæði í Garði.Þetta er einnig í samræmi við fjölgun íbúa í Garði. Nú liggja fyrir upplýsingar frá Hagstofu Íslands um íbúafjölda í Garði miðað við 1.des.2003. Íbúar í Garði eru 1283 en voru 1.des. 2002 1237. Íbúum hefur því fjölgað um 46 eða um 3,72 % .






