Mikið bál á Vallarheiði
Það var mikið bál sem blasti við íbúum á Vallarheiði í kvöld, en eldur hafði verið lagður að sorpgámum í íbúðahverfi, þar sem háskólanemar hafa aðsetur. Meðfylgjandi mynd tók Karl Óttar Einarsson og sýnir hún vel hversu mikið bálið var skömmu áður en slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja komu á svæðið.
Við hvetjum lesendur vf.is til að standa fréttavaktina með okkur og vera í sambandi þegar eitthvað er um að vera sem á erindi í fréttir. Fréttasíminn er 898 2222 en þar er staðin sólarhringsvakt. Þeir sem eru með myndavélar eru einnig hvattir til að smella af myndum og senda til okkar á netfangið: [email protected]. Það skal þó tekið fram að Víkurfréttir greiða ekki fyrir fréttaskot eða myndir sem birtast í Víkurfréttum eða á vf.is