Mikið annríki hjá lögreglu
Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gærkvöldi að því er fram kemur í dagbók lögereglu. Þar bar einna helst á unglingadrykkju í miðbæ Reykjanesbæjar. Nokkrir ölvaðir unglingar voru færðir á lögreglustöðina við Hringbraut þar sem foreldrum þeirra var gert að sækja þau. Þar á meðal var ein 14 ára unglingsstúlka, sem fannst öfurölvi í skrúðgarði Reykjanesbæjar.
Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur í Reykjanesbæ í gærkvöldi, annar ökumaður var tekinn fyrir að aka á móti einstefnu í Reykjanesbæ og reyndist hann einnig vera með útrunnið ökuskírteini. Sá þriðji var stöðvaður á Reykjanesbrautinni og við skoðun kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt.
Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á Garðvegi. Hann mældist á 125 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst og loks einn var ökumaður kærður fyrir stöðvunarskyldubrot í Reykjanesbæ.
VF-mynd úr safni
Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur í Reykjanesbæ í gærkvöldi, annar ökumaður var tekinn fyrir að aka á móti einstefnu í Reykjanesbæ og reyndist hann einnig vera með útrunnið ökuskírteini. Sá þriðji var stöðvaður á Reykjanesbrautinni og við skoðun kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt.
Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á Garðvegi. Hann mældist á 125 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst og loks einn var ökumaður kærður fyrir stöðvunarskyldubrot í Reykjanesbæ.
VF-mynd úr safni