Mikið af smáfiski í aflanum
„Verkfall sjómanna hófst að nýju sunnudagskvöldið 1.apríl á miðnætti og tóku skipin að streyma til hafnar. Strax uppúr því og voru að týnast inn þangað til á þriðjudag, að síðustu frystitogararnir komu inn“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri í Grindavík.
Afli sem kom á land í vikunni var um 950 tonn þrátt fyrir verkfallið og frystiskipin voru auk þess með afla að verðmæti 21-32 milljónir eftir um 10 sólarhringa á veiðum. Hrafn Sveinbjarnarson var með mestan afla frystiskipanna.
Þegar bornir eru saman þrír fyrstu mánuðirnir árana 2000 og 2001 kemur í ljós að heildarafli fyrstu þriggja mánaða ársins 2000 var 71136 tonn, en 80915 tonn fyrstu þrjá þrjá mánuði yfirstandandi árs og munar þar 9780 tonnum. „Það munar fyrst og fremst um loðnuaflann en í ár var landað hér á vetrarvertíð 62 þúsund tonnum af loðnu á móti 53 þúsund tonnum á síðasta ári“, segir Sverrir.
Að sögn Sverris eru sjómenn nokkuð sammála um að þorskgengd sé ekki mikil á miðunum nú á yfirstandandi vertíð, enda hafa aflabrögð verið misjöfn en sumir verið að reka í allgóðan afla.
Árið 2000 2001
Þorskur frosinn 350,5 tonn 340,1 tonn
þorskur ósl 743,3 tonn 1034,9 tonn
þorskur ósl undirm 2,8 tonn 12,4 tonn
þorskur sl 5881,0 tonn 5435,4 tonn
þorskur sl undirm 105,2 tonn 234,8 tonn
Samtals 7082,8 tonn 7054,6 tonn
„Eins og fram kemur hér að ofan er þorskaflinn nærri sá sami bæði árin, en þó kemur í ljós að mun meira af smáfiski er í þorskaflanum í ár en í fyrra, enda hefur þorskurinn verið mun smærri nú en í fyrra og sú spurning vaknar hvort við séum að ganga of nærri stóra fiskinum, með veiðum í stórriðin net“, segir Sverrir.
Flestir bátarnir frá Grindavík fóru út sl. mánudag þrátt fyrir verkfall, til að taka upp net sín og fara í páskafrí. „Vonandi geta allir haldið til veiða eftir páskana þó fátt bendi til þess á þessari stundu.“
Afli sem kom á land í vikunni var um 950 tonn þrátt fyrir verkfallið og frystiskipin voru auk þess með afla að verðmæti 21-32 milljónir eftir um 10 sólarhringa á veiðum. Hrafn Sveinbjarnarson var með mestan afla frystiskipanna.
Þegar bornir eru saman þrír fyrstu mánuðirnir árana 2000 og 2001 kemur í ljós að heildarafli fyrstu þriggja mánaða ársins 2000 var 71136 tonn, en 80915 tonn fyrstu þrjá þrjá mánuði yfirstandandi árs og munar þar 9780 tonnum. „Það munar fyrst og fremst um loðnuaflann en í ár var landað hér á vetrarvertíð 62 þúsund tonnum af loðnu á móti 53 þúsund tonnum á síðasta ári“, segir Sverrir.
Að sögn Sverris eru sjómenn nokkuð sammála um að þorskgengd sé ekki mikil á miðunum nú á yfirstandandi vertíð, enda hafa aflabrögð verið misjöfn en sumir verið að reka í allgóðan afla.
Árið 2000 2001
Þorskur frosinn 350,5 tonn 340,1 tonn
þorskur ósl 743,3 tonn 1034,9 tonn
þorskur ósl undirm 2,8 tonn 12,4 tonn
þorskur sl 5881,0 tonn 5435,4 tonn
þorskur sl undirm 105,2 tonn 234,8 tonn
Samtals 7082,8 tonn 7054,6 tonn
„Eins og fram kemur hér að ofan er þorskaflinn nærri sá sami bæði árin, en þó kemur í ljós að mun meira af smáfiski er í þorskaflanum í ár en í fyrra, enda hefur þorskurinn verið mun smærri nú en í fyrra og sú spurning vaknar hvort við séum að ganga of nærri stóra fiskinum, með veiðum í stórriðin net“, segir Sverrir.
Flestir bátarnir frá Grindavík fóru út sl. mánudag þrátt fyrir verkfall, til að taka upp net sín og fara í páskafrí. „Vonandi geta allir haldið til veiða eftir páskana þó fátt bendi til þess á þessari stundu.“