Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið að gera í snjómokstri á Keflavíkurflugvelli
Rutt, sópað og blásið. Það var nóg að gera í allan gærdag og í nótt við að hreinsa snjó og klaka af flugbrautum og akbrautum flugvéla á Keflavíkurflugvelli.
Föstudagur 31. janúar 2014 kl. 07:07

Mikið að gera í snjómokstri á Keflavíkurflugvelli

- unnið í alla nótt við hreinsun á flugbrautum og akbrautum flugvéla.

Snjóruðningsdeild Isavia hefur haft í nógu að snúast frá því í hádeginu í gær. Þá tók að snjóa nokkuð hraustlega og því voru öll tiltæk tæki sett í snjómokstur og hreinsun á flugbrautum og akleiðum flugvéla á Keflavíkurflugvelli.

Allt kapp var lagt á að halda austur/vestur-braut vallarins opinni og gekk allt flug samkvæmt áætlun.

Ljósmyndari Víkurfrétta slóst í för með snjóruðningstækjunum síðdegis í gær og þá höfðu menn ekki stoppað í fimm klukkustundir.

Næturvaktin tók við kl. 20 í gærkvöldi og hefur verið að í alla nótt við að hreinsa allar flugbrautir og akbrautir, ásamt flugvélastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á austursvæði Keflavíkurflugvallar, þar sem Suðurflug er með þjónustu við einkaflugvélar.

Þá eru heræfingar að hefjast á Keflavíkurflugvelli og það þýðir enn stærra svæði sem þarf að hreinsa af snjó og klaka.

Nánar verður fjallað um lífið á bakvið tjöldin á Keflavíkurflugvelli hér á vf.is á næstunni og þá vinnu sem þar fer fram til að tryggja opinn flugvöll allan sólarhringinn.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Talsverður snjór safnaðist á flugbrautirnar í gær.



Tækjakostur til snjóhreinsunar af flugbrautum er allur nýr og sá besti sem völ er á.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024