Miðstöð símenntunar fær húsnæði
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt húsaleigusamning milli Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Reykjanesbæjar varðandi Skólaveg 1 í Keflavík.Kjartan Már Kjartansson (B) sagði á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag, að þessi aðstaða ætti tvímælalaust eftir að verða bæjarfélaginu til framdráttar. „Nú opnast spennandi möguleikar á sviði fjarnáms og endurmenntunar, en þeir munu skýrast í nánustu framtíð“, sagði Kjartan dularfullur á svip og læddist aftur í sæti sitt.