Miðhúsasíkið ekki svipur hjá sjón
Eftir langvarandi þurrka í sumar er Miðhúsasíkið í Garði ekki svipur hjá sjón. Yfirborð þess hefur lækkað mikið í sumar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í gærkvöldi.
Á Miðhúsasíkinu hafa Garðmenn stundað skautaíþróttina í áratugi þegar síkið hefur frosið. Það hefur þó ekki forsið eins í seinni tíð og vilja margir halda því fram að vatnið í síkinu sé saltara í seinni tíð.