Mettúr hjá Gnúpi: Aflaverðmæti 290 milljónir
Gnúpur GK 11 landaði í Grindavík þann 4. júlí sl. alls 820 tonnum, mest úthafskarfa og ufsa.
Verðmæti aflans var hvorki meira né minna en 290 milljónir króna og er það mesta verðmæti sem skip Þorbjarnar hf. hefur komið með úr einni veiðiferð en túrinn var 26 dagar.
Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar.