Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Metnaðarfullt ungmennaráð
Þriðjudagur 19. júní 2012 kl. 09:39

Metnaðarfullt ungmennaráð



Ungmennaráð Reykjanesbæjar hittist í fyrsta skipti fimmtudaginn 14. júní sl. Ráðinu er ætlað að vera bæjarstjórn Reykjanesbæjar til ráðgjafar um málefni ungs fólks í bæjarfélaginu. Í ráðinu eru 13 fulltrúar á aldrinum 13 til 18 ára og jafnmargir til vara.

Mikill undirbúningur hefur verið í gangi undanfarna mánuði. Nemendur í nemendaráðum grunnskólanna í Reykjanesbæ tóku þátt í metnaðarfullu námskeiði sem Helga Vala Gunnarsdóttir og Helga Margrét Guðmundsdóttir sáu um og skipulögðu. Á námskeiðinu fengu ungmennin þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Einnig hafa ungmennin fengið að taka þátt í fleiri námsskeiðum eins og Kompás (mannréttindafræðslu ungs fólks) og tvær stúlkur tóku þátt í UMFÍ ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði á Hvolsvelli.

Fyrsti formlegi fundurinn er áætlaður eftir sumarleyfi.

Starfsmaður ráðsins er Hafþór Birgisson tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.

Ábendingar og fyrirspurnir til ráðsins er hægt að senda á netfangið [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024