Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Metmánuður hjá Erni KE
Þriðjudagur 6. apríl 2010 kl. 09:25

Metmánuður hjá Erni KE


Nýliðinn marsmánuður var metmánuður hjá Erni KE sem var annar aflahæsti dragnótabáturinn á landinu með 331 tonn í 19 róðrum. Þar af fengust 26,1 tonn í einum róðri en báturinn hefur landað í Sandgerði. Af öðum dragnótabátum á svæðinu er það helst að frétta að Farsæll GK landaði 214 tonnum í Grindavík og Sigurfari GK landaði 201 tonni í Sandgerði í mars.

Línubáturinn Milla GK í Grindavík trónir efst á lista Aflafrétta yfir smábáta undir 10 bt en báturinn landaði rúmlega 33 tonnum í 13 róðrum í mars.

Sjá nánar á www.aflafrettir.com

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024