Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Methraði á tilbúnu húsi?
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 8. febrúar 2023 kl. 15:58

Methraði á tilbúnu húsi?

Auð jörð í byrjun desember, hægt að flytja inn í byrjun febrúar.

Tímamet hefur hugsanlega verið slegið í að koma húsi upp og hafa tilbúið til að innflutnings en í byrjun desember var auð jörð að Lóuhlíð í Grindavík. Flutningaskipið Wilson Fedje lagðist við bryggju og framkvæmdi líklega, þyngstu einstöku hýfingar í sögu uppskipunar í Grindavíkurhöfn. Það var byggingarfyrirtækið Laufás sem stóð fyrir flutningi á tveimur forsmíðuðum 3ja íbúða raðhúsum í tólf einingum en hver eining vó rúm fimmtíu tonn. Fljótlega skall á mikil veðurótíð og kuldakast en þrátt fyrir það eru fyrstu húsin tilbúin eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Hjálmar Vilhjálmsson er framkvæmdastjóri Laufáss. „Það hefur gengið vel að gera húsin klár að innan en elstu menn muna ekki aðra eins veðurtíð og hefur verið nánast frá því að húsin lögðust við bryggju í Grindavík. Það hefur auðvitað tafið okkur eitthvað varðandi frágang utanhúss en yfir höfuð hefur þetta gengið vel og húsin fara í sölu næstu daga. Húsin eru nú þegar tilbúin og viðkomandi getur flutt inn í dag þess vegna.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024