Methagnaður hjá Sparisjóðinum í Keflavík
Methagnaður var hjá Sparisjóðnum í Keflavík á síðasta ári, annað árið í röð og nam hagnaðurinn 256,3 milljónum króna fyrir skatta og óreglulega liði, sem er aukning um 145,1 milljón eða 130,6% frá árinu áður. Að teknu tilliti til skatta og óreglulegra liða var hagnaður ársins 1999 148 milljónir króna. Bætta afkomu Sparisjóðsins má fyrst og fremst rekja til aukinna tekna af hlutabréfum og öðrum eignarhlutum ásamt gengishagnaði. Arðsemi eigin fjár var 24,5%. Þetta kom fram í tilkynningu frá Sparisjóðnum.VaxtatekjurVaxtatekjur Sparisjóðsins námu á árinu 1.212 millj.kr. og vaxtagjöld urðu 781 millj.kr. á árinu. Hreinar vaxtatekjur námu því 431,2 millj.kr. samanborið við 371 millj.kr. á árinu 1998.Framlag í afskriftarreikning útlána var 78,6 millj.kr. en var 52,3 millj.kr. árið 1998.Inn- og útlánHeildarinnlán í Sparisjóðnum í árslok 1999 ásamt lántöku námu um 9.085 millj.kr. Þannig jukust innlán um 1.164 millj.kr. eða um 14,7%.Útlán ásamt markaðsskuldabréfum námu 9.551 millj.kr. í árslok 1999 og höfðu aukist um 1.941 millj.kr. eða um 25,5%. Breyting varð á fullnustueignum, sá liður lækkaði um 12,3% og nam verðgildi þeirra 106,5 millj. kr. Í árslok var niðurstaða efnahagsreiknings 11.456 millj.kr. og hafði hún hækkað á árinu um 2.115 millj. eða 22,7%.SkattaafslátturÁ síðasta ári jók Sparisjóðurinn stofnfé sitt með útgáfu nýrra stofnfjárbréfa að upphæð 105 millj.kr. Jafnframt fékkst heimild ríkisskattstjóra til að nýta kaup á stofnfjárbréfum Sparisjóðsins í Keflavík til skattaafsláttar fyrir einstaklinga.Stofnfé 300 milljónirMargir stofnfjáraðilar nýttu forkaupsrétt sinn auk þess sem nýir stofnfjáraðilar bættust í hópinn. Í lok árs var stofnfé 300 millj.kr. og dreifðist stofnfé niður á 486 aðila.Sparisjóðurinn í Keflavík gerðist aðili að Verðbréfaþingi Íslands á árinu og gat þar með átt bein viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf.