Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Metfjöldi skilríkjamála í Leifsstöð
Mánudagur 22. janúar 2018 kl. 09:17

Metfjöldi skilríkjamála í Leifsstöð

Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Árið 2016 hafði áður verið metár með samtals 62 skilríkjamál, um er að ræða fjölgun mála upp á 48% milli ára.

Í flestum tilvikum á síðasta ári var um að ræða breytifölsuð skilríki eða í 39 tilvikum. Grunnfölsuð skilríki voru 21 talsins og 23 skilríkjum var framvísað af öðrum en lögmætum handhafa. Ólöglega útgefin skilríki þ.e. sem hafði verið stolið óútfylltum voru 9.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hin ólögmætu skilríki voru frá 28 löndum, flest voru ítölsk og næstflest voru grísk. Þá komu Albanir langoftast við sögu í umræddum málum eða í 19 skipti af 92. Næstir voru Georgíumenn í 10 tilvikum, alls kom við sögu fólk af 24 þjóðernum í þessum 92 málum.

Flest skilríkjamálanna komu upp í maí mánuði eða 15, næst flest í desember eða 14 og svo 10 í september, samtals 39 mál. Hin málin 53 dreifðust svo á hina níu mánuðina.