Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Metaðsókn á tjaldsvæðið í Grindavík
Fimmtudagur 3. desember 2015 kl. 09:39

Metaðsókn á tjaldsvæðið í Grindavík

Metaðsókn var á tjaldsvæðið í Grindavík í sumar, frá miðjum maí og til loka september, bæði hvað varðar gesti og gistinætur. Aukningin á gistinóttum á milli ára er um 35% og aukning gesta um 34%. Alls komu 9120 gestir á tjaldsvæðið í sumar frá maí til september en gistinætur voru 10.449. Helmings aukning var í septembermánuði.

Skýrsla um starfsemi tjaldsvæðisins sumarið 2015 var lögð fram á fundi frístunda- og menningarnefndar, en eftirfarandi upplýsingar komu fram á fundi nefndarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024