Met aðsókn að tjaldsvæðinu í Grindavík
Met aðsókn var á tjaldsvæðinu í Grindavík í sumar, frá miðjum maí og til 31. ágúst, bæði hvað varðar gesti og gistinætur, sem er athyglisvert miðað við hversu óhagstætt veður var í sumar.
Alls komu 5722 gestir á tjaldsvæðið í sumar en gistinætur voru 6938 sem er aukning frá því í fyrra.
September er ekki inni í þessum samanburði. Íslendingum fækkaði í sumar en útlendingum fjölgaði mikið.