Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 5. apríl 2001 kl. 17:00

Mesti loðnuafli frá upphafi

Í síðustu viku bárust samtals 3952 tonn á land í Grindavík, þar af voru 2540 tonn af loðnu og er loðnuveiðum í ár þar með lokið.
„Rúmlega 60 þúsund tonn af loðnu bárust á land í Grindavík á vertíðinni og er það mesti loðnuafli sem komið hefur á land hér frá upphafi, ef miðað er við vetrarvertíð“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri.
Botnfiskafli vikunnar var rúmlega 1400 tonn og þar af fengust rúmlega 600 tonn í net. Hafberg með mestan afla þeirra báta sem lönduðu hér í vikunni 68,7 tonn, en nokkrir bátar færðu sig austur fyrir Vestmannaeyjar í vikunni og fengu þar góðan afla.
Nú er verkfall skollið á að nýju og liggja um 35 skip nú aðgerðarlaus í höfninni, en smærri bátar geta þó róið og því er ekki alveg dautt við höfnina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024