Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mestar hækkanir fasteignamats í Reykjanesbæ
Mánudagur 5. mars 2018 kl. 14:37

Mestar hækkanir fasteignamats í Reykjanesbæ

Mestar hækkanir á fasteignamati er í Reykjanesbæ þegar tillit hefur verið tekið til breytinga, fráveitugjöld í fjölbýli hækka um 27% í Njarðvík og 28% í Keflavík. Hækkunin er þó minni í sérbýli í Njarðvík og Keflavík eða 15%. Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ sem kannaði þær breytingar sem orðið hafa á álagningu á fasteignagjöldum og útsvari milli áranna 2017 og 2018 í fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

Í Njarðvík eru næst hæstu gjöldin fyrir 75fm fjölbýli á landinu eða 226.049 kr. Þegar 100 fm fjölbýli eru skoðuð eru næst hæstu gjöldin í Keflavík eða 279.224 kr.
Fasteignagjöld fyrir 120 fm fjölbýli eru hæst í Keflavík eða 344.517 kr. Munurinn á hæstu og lægstu gjöldunum í þessu tilfelli er 140.194 kr. eða 69%. Næst lægstu gjöldin eru í Seljahverfi, Reykjavík á 208.824 kr. en þau næst hæstu í Njarðvík á 314.633 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meiri munur er á fasteignagjöldum milli sveitarfélaga í sérbýli en munurinn á hæstu og lægstu gjöldunum fyrir 150 fm sérbýli er til að mynda 194.466 kr. eða 76%. Þannig eru fasteignagjöld í Keflavík fyrir þessa gerð af húsnæði hæst á 450.207 kr.
Fyrir 200 fm sérbýli er Keflavík með hæstu gjöldin eða 508.052 kr.

Reykjanesbær er eina bæjarfélag landsins sem breytir útsvarsprósentu sinni en hún hefur verið lækkuð um 3,52 %, áður hafði útsvarið hækkað vegna slæmrar fjárhagstöðu sveitarfélagsins

Þegar tekið er tillit til hækkana á lóðamati hækkar hún hins vegar í flestum bæjarfélögum, mest í fjölbýli á Reykjanesi um 33,9% í Keflavík og 30,9% á í Njarðvík.

Þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á fasteignamati má sjá mestar hækkanir í Reykjanesbæ en þar hækka fráveitugjöld í fjölbýli um 27% í Njarðvík og 28% í Keflavík. Hækkunin er öllu minna í sérbýli í Njarðvík og Keflavík eða 15%.

Nánar má lesa um verðlagseftirlitið á heimasíðu ASÍ.