Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mesta íbúafækkunin á Suðurnesjum
Þriðjudagur 17. ágúst 2010 kl. 13:13

Mesta íbúafækkunin á Suðurnesjum


Íbúum Suðurnesja fækkaði um 1,6% á einu ári frá 1.júlí 2009 til 1.júlí 2010. Mesta fækkunin á landinu varð á Suðurnesjum en Suðurland og Vestfirðir fylga fast á eftir með 1,5% fækkun. Íbúum fækkaði í öllum landshlutum og í heild 0,4% yfir landið. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um miðársmannfjölda.

Sé litið á miðársmannfjöldann í einstökum sveitarfélögum á Suðurnesjum þá var íbúatalan í Reykjanesbæ komin niður fyrir 14 þúsund þann 1. júlí eða úr 14,109 í niður 13,923. Sjá nánar töfluna hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024