Fréttir

Mesta gosdrykkjaneysla barna- og fullorðinna á Suðurnesjum
Mánudagur 30. júlí 2018 kl. 13:02

Mesta gosdrykkjaneysla barna- og fullorðinna á Suðurnesjum

Landlæknisembættið birti lýðheilsuvísa efrir heilbrigðisumdæmum á dögunum en birting þeirra er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Þar kemur meðal annars fram að á Suðurnesjum er fjölgun íbúa yfir landsmeðaltali, þunglyndislyfjanotkun karla er minnst á landinu á svæðinu og gosdrykkjaneysla barna- og fullorðinna er mest. 

„Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samabburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, heilsueflandi samfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og skilja þarfir íbúa þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan,“ segir á heimasíðu embættis landlæknis Íslands

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hér eru dæmi um lýðheilsuvísa þar sem tölur fyrir Suðurnes eru frábrugðnar tölum fyrir landið í heild:
Fjöldi á biðlista eftir hjúkrunarrými undir landsmeðaltali.
Þunglyndislyfjanotkun karla minnst á landinu. 
Fjölgun íbúa yfir landsmeðaltali. 
Gosdrykkjaneysla bæði barna og fullorðinna mest. 
Dánartíðni kvenna vegna hjarta- og æðasjúkdóma hæst.
Þátttaka í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini minnst.

Hægt er að lesa skýrsluna fyrir Suðurnesin hér.