Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mesta atvinnuleysið – lægstu framlögin
Mánudagur 18. október 2010 kl. 08:10

Mesta atvinnuleysið – lægstu framlögin


Tölulegur samanburður á framlögum ríkisins til atvinnuþróunarfélaga sýnir að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fékk á síðasta ári 268 krónur á hvern íbúa á meðan Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða fékk 5,651 krónu á hvern íbúa. Þrátt fyrir að atvinnuleysi mælist langmest á Suðurnesjum en minnst á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra þar sem ríkið greiðir 2,817 krónur á hvern íbúa til atvinnuþróunar

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) þar sem borin eru saman framlög ríkisins til ýmissa verkefna hér á Suðurnesjum miðað við framlög til annarra landshluta. Þessi samaburðir leiðir í ljós að Suðurnesin bera mun minna úr býtum heldur en aðrir landshlutar.

Við greinum nánar frá efni skýrslunnar í næsta tölublaði Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024