Mest mest lesna frétt ársins á VF: Bannar flutning á laginu „Gamli bærinn minn“ á Ljósanótt
Í mest lesnu frétt ársins á vef Víkurfrétta er sagt frá því að Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður úr Keflavík, hafi óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að lag hans „Gamli bærinn minn“ yrði ekki spilað á Ljósanótt líkt og gert hafði verið mörg undanfarin ár.
Gunnar greindi frá því í tilkynningu til Víkurfrétta að ástæðan væri sú að samskipti fjölskyldu sinnar við eina að undirstofnunum Reykjanesbæjar hefðu verið með þeim ólíkindum að hann bannaði flutning lagsins á Ljósanótt. „Þetta er ekki gamli bærinn minn,“ sagði Gunnar í tilkynningunni.
Fréttina má lesa hér.