Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mest fjölgun á Suðurnesjum
Þriðjudagur 14. febrúar 2012 kl. 09:44

Mest fjölgun á Suðurnesjum



Hinn 1. janúar 2012 voru landsmenn alls 319.575 og hafði fjölgað um 1.123 frá sama tíma árið 2011. Þetta jafngildir fjölgun landsmanna um 0,4%. Konum fjölgaði nokkru meira en körlum eða um 0,5% á móti 0,2%.

Mest fjölgun á Suðurnesjum en mest fækkun á Norðurlandi vestra

Fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu, en þar voru íbúar 1.253 fleiri 1. janúar 2012 en fyrir ári. Það jafngildir 0,6% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallslega varð fólksfjölgunin hins vegar mest á Suðurnesjum, þar sem fjölgaði um 0,7%, eða 154 frá síðasta ári. Fólki fjölgaði einnig á Norðurlandi eystra, um 12 einstaklinga (0,4%), og um 50 (0,4%) á Austurlandi. Fólksfækkun var á fjórum landsvæðum, mest á Norðurlandi vestra þar sem fækkaði um 194 manns, eða 2,6%. Umtalsverð fólksfækkun var einnig á Vestfjörðum en þar fækkaði um 82, eða 1,2%. Minni fólksfækkun var á Suðurlandi (0,2%) og Vesturlandi (0,1%), að því er fram kemur í frétt Hagstofu Íslands.

Frétt frá Hagstofu Íslands

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024