Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mest aukning gistinátta á Suðurnesjum
Föstudagur 3. júní 2016 kl. 06:00

Mest aukning gistinátta á Suðurnesjum

Aukning gistinátta erlendra ferðamanna, í þeirri uppsveiflu sem nú er, hefur hvergi á landinu verið meiri en á Suðurnesjum. Þetta kom fram í erindi Gústafs Steingrímssonar, sérfræðings í Hagfræðideild Landsbankans, á fundi bankans í Reykjanesbæ í síðustu viku. Fundurinn bar yfirskriftina: Hvar liggja fjárfestingartækifæri á Íslandi? Á tímabilinu 2010 til 2015 var aukning gistinátta erlendra ferðamanna á Suðurnesjum 245 prósent. Landsmeðaltal aukningar á tímabilinu var 161 prósent og er því ljóst að aukning á Suðurnesjum er langt umfram það. Næst mest var aukningin á Vesturlandi, eða 234 prósent. Minnst var aukningin á Austurlandi, 138 prósent.

Herbergjum fjölgaði um allt land á milli áranna 2014 og 2015 en mest var aukningin á Vesturlandi, 96 prósent. Næst mest var aukningin á Suðurnesjum eða 95 prósent. Til samanburðar hefur erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgað um 175 prósent svo nýting herbergjanna hefur batnað töluvert. Að sögn Gústafs hefur herbergjanýting yfirleitt verið best á höfuðborgarsvæðinu og þannig er staðan enn. Hvað nýtingu varðar, koma Suðurnesin vel út og best af svæðum utan höfuðborgarsvæðisins og skiptir nálægð við alþjóðaflugvöllinn miklu máli í því samhengi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gústaf Steingrímsson, sérfræðingur Hagfræðideildar Landsbankans.

Frá fundi Landsbankans á Park Inn hóteli í Reykjanesbæ í síðustu viku.