Mest atvinnuleysi hjá ófaglærðum konum
Atvinnuleysi er að aukast eins og það gerir venjulega á þessum árstíma þegar sumarafleysingum er að ljúka. Að sögn Ketils G. Jósefssonar hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja hafa Flugleiðir nú þegar sagt um fólki og útlit er fyrir frekari uppsagnir á næstunni.
„Eins og áður þá eru það ófaglærðir sem verða mest undir þegar harðnar á dalnum. Það eru fleiri konur en karlar á skrá og atvinnuleysi bitnar verr á þeim. Framboð á vinnu hefur minnkað frá því í vor og sumar, sérstaklega er hlutastörf varðar en aftur er verið að auglýsa eftir fólki til starfa í fiskvinnslu. Sömuleiðis er verið að auglýsa eftir smiðum til starfa bæði á verkstæði og í almennri byggingavinnu“, segir Ketill G.
Stöðugildum fækkar um 44 um næstu áramót hjá IGS, dótturfélagi Flugleiða í Leifsstöð. Fyrirtækið er með um 600 starfsmenn í vinnu og uppsagnir Flugleiða náðu þar af leiðandi til þeirra. Í fyrirtækinu starfa nær eingöngu Suðurnesjamenn.
Kjartan Már Kjartansson, starfsmannastjóri IGS, segir einhverja starfsmenn úr flestum deildum hafa fengið uppsagnarbréf vegna samdráttar í starfseminni. Nokkrir hætta vegna aldurs og annarra ástæðna um næstu áramót og verður ekki ráðið í þær stöður. Meðal deilda IGS er Flugeldhúsið en þar tóku starfsmenn sig saman og og samþykktu lækkun á starfshlutfalli til þess að ekki þyrfti að segja upp fólki.
„Við sjáum á eftir mjög góðum starfsmönnum sem við vonumst til þess að geta ráðið aftur þegar flugumferð eykst aftur næsta vor. Við teljum okkur hafa sloppið vel miðað við aðstæður“, sagði Kjartan.
„Eins og áður þá eru það ófaglærðir sem verða mest undir þegar harðnar á dalnum. Það eru fleiri konur en karlar á skrá og atvinnuleysi bitnar verr á þeim. Framboð á vinnu hefur minnkað frá því í vor og sumar, sérstaklega er hlutastörf varðar en aftur er verið að auglýsa eftir fólki til starfa í fiskvinnslu. Sömuleiðis er verið að auglýsa eftir smiðum til starfa bæði á verkstæði og í almennri byggingavinnu“, segir Ketill G.
Stöðugildum fækkar um 44 um næstu áramót hjá IGS, dótturfélagi Flugleiða í Leifsstöð. Fyrirtækið er með um 600 starfsmenn í vinnu og uppsagnir Flugleiða náðu þar af leiðandi til þeirra. Í fyrirtækinu starfa nær eingöngu Suðurnesjamenn.
Kjartan Már Kjartansson, starfsmannastjóri IGS, segir einhverja starfsmenn úr flestum deildum hafa fengið uppsagnarbréf vegna samdráttar í starfseminni. Nokkrir hætta vegna aldurs og annarra ástæðna um næstu áramót og verður ekki ráðið í þær stöður. Meðal deilda IGS er Flugeldhúsið en þar tóku starfsmenn sig saman og og samþykktu lækkun á starfshlutfalli til þess að ekki þyrfti að segja upp fólki.
„Við sjáum á eftir mjög góðum starfsmönnum sem við vonumst til þess að geta ráðið aftur þegar flugumferð eykst aftur næsta vor. Við teljum okkur hafa sloppið vel miðað við aðstæður“, sagði Kjartan.