Merkilegar fornminjar á Suðurnesjum
Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur mu kynna skýrslu um fornleifaskráningu á Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudagskvöldið 6. desember og hefst dagskráin kl. 20. Kristín Huld Sigurðardóttir, sem nýlega tók við embætti forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins, mun kynna stofnunina og Johan D. Jónsson ferðamálafulltrúi Suðurnesja fjallar um gildi fornminja í ferðamennsku. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur
Á Reykjanesi má finna margar merkilegar minjar um liðna tíð. Götur, garða, húsatóftir, varir og kuml svo dæmi séu tekin. Fátt hefur þó verið gert til að kanna og rannsaka þennan sjóð. Þegar minjastaðir hafa verið rannsakaðir þá hefur oft margt merkilegt komið í ljós. Þekktust eru líklega Hafurbjarnarstaðakumlin, en þar fundust mjög heillegar minjar og bein. Fundurinn á Hafurbjarnastöðum skipaði lengi öndvegi í sýningum Þjóðminjasafnisins við Suðurgötu. Nýverið var gefin út skýrsla um fornleifaskráningu sem Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur gerði fyrir Varnarliðið og kemur þar margt eftirtektarvert fram. Ragnheiður kynnir þessa skýrslu á fundinum og fjallar almennt um fornminjar á Suðurnesjum.
Þeir sem standa að þessum kynningarfundi eru Byggðasafn Suðurnesja, Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og ferðamálafulltrúi Suðurnesja.
Á Reykjanesi má finna margar merkilegar minjar um liðna tíð. Götur, garða, húsatóftir, varir og kuml svo dæmi séu tekin. Fátt hefur þó verið gert til að kanna og rannsaka þennan sjóð. Þegar minjastaðir hafa verið rannsakaðir þá hefur oft margt merkilegt komið í ljós. Þekktust eru líklega Hafurbjarnarstaðakumlin, en þar fundust mjög heillegar minjar og bein. Fundurinn á Hafurbjarnastöðum skipaði lengi öndvegi í sýningum Þjóðminjasafnisins við Suðurgötu. Nýverið var gefin út skýrsla um fornleifaskráningu sem Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur gerði fyrir Varnarliðið og kemur þar margt eftirtektarvert fram. Ragnheiður kynnir þessa skýrslu á fundinum og fjallar almennt um fornminjar á Suðurnesjum.
Þeir sem standa að þessum kynningarfundi eru Byggðasafn Suðurnesja, Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og ferðamálafulltrúi Suðurnesja.