Merkar minjar á Suðurnesjum
Sigrún Ásta upplýsti að byggðasafnið á fundi Menningar- og safnanefndar Reykjanesbæjar fyrir skömmu að hún væri í samvinnu við MOA að sækja um styrk til Kristnihátíðarsjóðs til fornleifarannsókna í gamla Kirkjuvogi. Hér er um tveggja ára verkefni að ræða sem áætlað er að hefjist á miðju ári 2002. Gert er ráð fyrir að bjóða skólum á svæðinu að tengjast verkefninu.
Að sögn Sigrúnar Ástu er svæðið í kringum Gamla Kirkjuvog afar merkilegt minjasvæði, en hún telur að rannsóknir á svæðinu gætu gefið miklar upplýsingar um líf á fyrstu öldum byggðar. Ekki síst hvernig sú byggð hefur þróast frá landnámi fram á miðaldir en staðurinn fór í eyði í lok miðalda og hefur ekki verið byggt þar síðan.
Í rannsóknarskýrslu Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings hjá Þjóðminjasafni Íslands sem hún vann árið 2000 fyrir varnarliðið kemur m.a. fram að: „Afar áhugavert væri að ráðast í fornleifarannsókn í gamla Kirkjuvogi. Bæjarhóllinn þar er óspilltur af nútíma framkvæmdum.“
„Það er ljóst að mikið er eftir að vinna við fornleifaskráningu og rannsóknir á svæðinu og einnig að hér geta leynst mjög merkar minjar. En í því samhengi má minnast á það að mjög merkilegar fornleifar fundust hér á Hafurbjarnarstöðum og það sem þar fannst er með helstu þjóðgersema
Íslendinga. Ein af meginástæðum þess að Byggðasafnið sækir um þennan styrk er að við viljum skapa skólunum tækifæri til að fylgjast með þessari vinnu, bæði með heimsóknum í skólana og heimsóknum skólanema á svæðið eða vinnustaðinn. Við höfum ekki kynnt þetta sérstaklega í skólunum en við hugsum þetta fyrir öll skólastig og alla skóla á Suðurnesjum. Þannig að ef við fáum styrk þá munum við kynna verkefnið og skólar sem áhuga hafa munu þá koma inn og við vinnum málið áfram í samvinnu við þá“, segir Sigrún Ásta.
Stjórn Kristnihátíðarsjóðs mun kynna niðurstöður sínar 1. desember nk.
Að sögn Sigrúnar Ástu er svæðið í kringum Gamla Kirkjuvog afar merkilegt minjasvæði, en hún telur að rannsóknir á svæðinu gætu gefið miklar upplýsingar um líf á fyrstu öldum byggðar. Ekki síst hvernig sú byggð hefur þróast frá landnámi fram á miðaldir en staðurinn fór í eyði í lok miðalda og hefur ekki verið byggt þar síðan.
Í rannsóknarskýrslu Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings hjá Þjóðminjasafni Íslands sem hún vann árið 2000 fyrir varnarliðið kemur m.a. fram að: „Afar áhugavert væri að ráðast í fornleifarannsókn í gamla Kirkjuvogi. Bæjarhóllinn þar er óspilltur af nútíma framkvæmdum.“
„Það er ljóst að mikið er eftir að vinna við fornleifaskráningu og rannsóknir á svæðinu og einnig að hér geta leynst mjög merkar minjar. En í því samhengi má minnast á það að mjög merkilegar fornleifar fundust hér á Hafurbjarnarstöðum og það sem þar fannst er með helstu þjóðgersema
Íslendinga. Ein af meginástæðum þess að Byggðasafnið sækir um þennan styrk er að við viljum skapa skólunum tækifæri til að fylgjast með þessari vinnu, bæði með heimsóknum í skólana og heimsóknum skólanema á svæðið eða vinnustaðinn. Við höfum ekki kynnt þetta sérstaklega í skólunum en við hugsum þetta fyrir öll skólastig og alla skóla á Suðurnesjum. Þannig að ef við fáum styrk þá munum við kynna verkefnið og skólar sem áhuga hafa munu þá koma inn og við vinnum málið áfram í samvinnu við þá“, segir Sigrún Ásta.
Stjórn Kristnihátíðarsjóðs mun kynna niðurstöður sínar 1. desember nk.