Merkar fornmenjar í ferð FERLIRs
Merkar fornmenjar fundust í ferði FERLIRs í Sundvörðuhrauni og Eldvörpum um síðstliðna helgi. Þar gekk Óskar Sævarsson, einn göngumanna og ferðamálafulltrúi Grindavíkurbæjar, fram á byrgi eitt þakið mosa og illgreinilegt.
Tilgangur ferðarinnar var að skoða svonefnd útilegumannabyrgi í Sundvörðuhrauni og nýfundinn „útilegumannahelli" í Eldvörpum og skoða, leita og uppgötva áður óþekktar minjar. Byrgin eru ósnert með öllu og því verður þetta að teljast bæði merkilegur og ánægjulegur fundur er gæti hugsanlega orðið til að hjálpa til við að skýra tilgang þeirra og aldur.
Þar sem enn á eftir að rannsaka byrgin betur verður ekki gefinn upp staðsetning þeirra, a.m.k. um sinn.
Nánari umfjöllun má finna á Ferlir.is
Tilgangur ferðarinnar var að skoða svonefnd útilegumannabyrgi í Sundvörðuhrauni og nýfundinn „útilegumannahelli" í Eldvörpum og skoða, leita og uppgötva áður óþekktar minjar. Byrgin eru ósnert með öllu og því verður þetta að teljast bæði merkilegur og ánægjulegur fundur er gæti hugsanlega orðið til að hjálpa til við að skýra tilgang þeirra og aldur.
Þar sem enn á eftir að rannsaka byrgin betur verður ekki gefinn upp staðsetning þeirra, a.m.k. um sinn.
Nánari umfjöllun má finna á Ferlir.is