Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mér finnst ég vera komin heim
Bryndís B. Guðmundsdóttir.
Miðvikudagur 20. ágúst 2014 kl. 13:30

Mér finnst ég vera komin heim

Nýr skólastjóri Myllubakkaskóla hlakkar til skólaársins.

„Hér er svo stöðugur starfshópur og allt í föstum skorðum. Þegar ég hitti starfsmannahópinn í fyrsta sinn nú í haust var ég eini nýi starfsmaðurinn. Mjög gott að koma inn í þannig umhverfi,“ segir Bryndís Björg Guðmundsdóttir, nýr skólastjóri Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Áður var Bryndís aðstoðarskólastjóri í tvö ár í Akurskóla og þar áður sjö ár deildarstjóri í Heiðarskóla. „Ég er að stíga mín fyrstu skref sem skólastjóri en þetta er tíunda árið mitt sem stjórnandi og ég hef því ágæta reynslu,“ segir Bryndís, sem er fullviss um að árið verði mjög gott hjá skólanum.

 Spurð um helstu áskoranir segir hún þær vera að viðhalda frábærum árangri sem Myllubakkaskóli hefur náð undan farin ár og að nemendum og starfsmönnum líði vel. „Þannig kemur árangurinn. Ég er fædd og uppalin í Keflavík og gekk sjálf í Myllubakkaskóla. Mér finnst ég vera að koma heim en hér steig ég mín fyrstu skref sem leiðbeinandi undir stjórn Vilhjálms Ketilssonar heitins. Mér finnst þetta bara yndislegt umhverfi. Mér líður mjög vel hérna og starfsfólk skólans hefur tekið mér einstaklega vel,“ segir Bryndís að endingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF/Olga Björt