Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menntaskóli í sjónmáli
Mánudagur 9. febrúar 2009 kl. 09:02

Menntaskóli í sjónmáli



Áætlanir um stofnun nýs menntaskóla í Grindavík virðast hafa góðan byr í seglin en skólinn hefur verið á teikniborðinu síðan í fyrravor. Núna fyrir helgi mætti nýr menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, til fundar um málið í Grindavík en auk hennar sátu fundinn þingmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Atli Gíslason.

Á vef Grindvíkurbæjar er haft eftir Eyjólfi Bragasyni, verkefnisstjóra Menntaskóla Grindavíkur, að á fundinum hafi verið farið yfir þau rök sem heimamenn benda á varðandi skólann. Hann segir aðallega um tilfærslu fjármagns að ræða því flestir grindvískir nemendur sæki nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Á fundinum var bent á þau samfélagslegu áhrif sem fylgdu skólanum því hann kallaði á fjölda starfa.

Viðbrögð menntamálaráðherra voru góð að sögn Eyjólfs og liggur nú fyrir ákvörðun um stofnun nefndar sem ynni að framgangi málsins. Vonir eru bundnar við að Menntaskóli Grindavíkur hefji starfsemi næsta haust.

Greint er frá þessu á www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024