Menntamálráðherra heimsótti Grindavík
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálráherra kom í boði bæjarstjórnar Grindavíkur í heimsókn sem haldin var í Saltfisksetri íslands föstudaginn 24 mars. Ólafur Ö. Ólafsson bæjarstjóri ásamt bæjarstjórnamönnum og forráðamönnum bæjarins tóku á móti ráðherra.
Ólafur bæjarstjóri kynnti Þorgerði helstu þætti þeirra málaflokka er heyra undir hennar ráðuneyti, fyrst var farið yfir stöðu Saltfiskseturins, rekstur og framtíðaráform. Því næst var farið yfir stefnu og stöðu sveitarfélagsins í skólamálum m.a. rekstur skólans, frekari uppbyggingu og hugmyndir um framhaldskólastig, til dæmis þá hugmynd að fyrstu stig framhaldskóla og veiðarfærakennsla eigi hvergi betur heima en í Grindavík. Að loknu erindi bæjarstjóra fóru fram almennar umræður og ráðherra deildi með fundarmönnum sínum skoðunum og stefnumótun er heyra undir hennar ráðuneyti. Þessu næst skoðaði Þorgerður safnið í fylgd fundarmanna. Að lokinni langri heimsókn ráðherra var hún leyst út með góðum gjöfum.
Af vef Grindavíkurbæjar: www.grindavik.is
Ólafur bæjarstjóri kynnti Þorgerði helstu þætti þeirra málaflokka er heyra undir hennar ráðuneyti, fyrst var farið yfir stöðu Saltfiskseturins, rekstur og framtíðaráform. Því næst var farið yfir stefnu og stöðu sveitarfélagsins í skólamálum m.a. rekstur skólans, frekari uppbyggingu og hugmyndir um framhaldskólastig, til dæmis þá hugmynd að fyrstu stig framhaldskóla og veiðarfærakennsla eigi hvergi betur heima en í Grindavík. Að loknu erindi bæjarstjóra fóru fram almennar umræður og ráðherra deildi með fundarmönnum sínum skoðunum og stefnumótun er heyra undir hennar ráðuneyti. Þessu næst skoðaði Þorgerður safnið í fylgd fundarmanna. Að lokinni langri heimsókn ráðherra var hún leyst út með góðum gjöfum.
Af vef Grindavíkurbæjar: www.grindavik.is