Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menntamálaráðuneytið sátt við umbætur
Mánudagur 15. desember 2014 kl. 09:12

Menntamálaráðuneytið sátt við umbætur

– í Gerðaskóla í Garði

Menntamálaráðuneytið hefur móttekið niðurstöður úttektar á Gerðaskóla í Garði. Í bréfi til Sveitarfélagsins Garðs kemur m.a. fram að ráðuneytið telur að sveitarfélagið hafi gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins.

Ráðuneytið hvetur sveitarstjórn til að halda áfram eftirfylgni sinni með skólastarfinu og vinna áfram að því umbótastarfi sem hafið er við Gerðaskóla.

Í bréfinu til bæjaryfirvalda í Garði er tilkynnt að eftirfylgni ráðuneytisins með úttektinni, niðurstöðum hennar og umbótum sé lokið af hálfu ráðuneytisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024