Menntamálaráðherra opnar aðgang að vefupptökum
– í stærðfræði á unglingastigi
Á skólaþingi Heiðarskóla í Reykjanesbæ mun menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, formlega opna vefsíðu þar sem tekið er saman kennsluefni í stærðfræði á unglingastigi. Með opnun vefsíðunnar er nú hægt að nálgast kennsluefni í náttúrufræðigreinum, íslensku og stærðfræði á unglingastigi á stafrænu formi, og er um byltingu að ræða í svokölluðu vendinámi eða speglaðri kennlsu.
Skólaþing Heiðarskóla fer fram kl. 10:30 - 13:30, laugardaginn 15. nóvember. Opnun vefsíðunnar verður með fyrstu dagskrárliðum en á þinginu gefst skólasamfélaginu tækifæri til þess að hafa áhrif á skólastarfið og hvert skólinn stefnir í menntun nemenda.